Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:41 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. Frá þessu greinir CNN. Þar segir að Flynn hafi logið að FBI um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta. Flynn mun mæta fyrir dómara síðar í dag og hefur New York Times eftir heimildarmönnum sínum að hann muni játa sök. Flynn er fyrsti einstaklingurinn úr ríkisstjórn Trump sem saksóknarinn Robert Mueller ákærir. Áður hafa þrír sem störfuðu við kosningabaráttu Trump verið ákærðir, meðal annars kosningastjórinn Paul Manafort. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna. Heimildarmaður New York Times segir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa verið yfirheyrðir vegna Flynn að undanförnu, meðan allars Jared Kushner, tengdasonur Trump. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.BREAKING: Michael Flynn charged with making false statement to FBI https://t.co/nwAMpHZanh https://t.co/qo1Zv2TrrU— CNN (@CNN) December 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47