Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 16:42 Flynn gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Vísir/AFP ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
ABC-fréttastofan leiðrétti frétt sína sem Vísir byggði fréttina hér að neðan á. Heimildarmaður ABC sagði að Trump hefði sagt Flynn að hafa samskipti við Rússa eftir að hann var kjörinn forseti en ekki í kosningabaráttunni. Fréttamaður ABC hefur verið settur í launalaust leyfi vegna mistakanna.Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni um fundi með Rússum er sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump, fjölskyldu hans og öðrum í Hvíta húsinu. Fréttastofa ABC-fréttastöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að Michael Flynn, sem var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og starfaði stuttlega sem þjóðaröryggisráðgjafi hans, sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi sem forsetaframbjóðandi beðið sig um að hafa samband við Rússa. Greint var frá því í dag að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði ákært Flynn fyrir að ljúga um samskipti sín við rússneskan sendiherra á bak við tjöldin í fyrra. Flynn hefði jafnframt játað sekt með samningi sem hann gerði við saksóknara.JUST IN: @BrianRoss on @ABC News Special Report: Michael Flynn promised "full cooperation to the Mueller team" and is prepared to testify that as a candidate, Donald Trump "directed him to make contact with the Russians." https://t.co/aiagnvr8eS pic.twitter.com/r8u2LWAd0O— ABC News (@ABC) December 1, 2017 Flynn er nú sagður vinna með rannsakendum Mueller. Ákvörðun um það hafi hann tekið á síðasta sólahringum, meðal annars vegna vaxandi lögfræðikostnaðar. Hann hafi meðal annars selt húsið sitt til að standa undir kostnaðinum. Vísbendingar hafa komið fram um að Flynn gæti hafa gerst sekur um fleiri brot en Mueller hefur nú ákært hann fyrir. Þannig hafi hann ekki gert greint fyrir störfum sínum í þágu erlendra ríkja, meðal annars fyrir tyrknesk stjórnvöld. Ákæra Flynn er sú markverðasta sem hefur komið út úr rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump fram að þessu. Áður hafði Mueller ákært þrjá starfsmenn framboðsins, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Flynn steig til hliðar sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump innan við mánuði eftir að hann tók við starfinu eftir að í ljós kom að hann hefði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússa. Það er um þau samskipti sem Flynn er ákærður fyrir að hafa logið. Sé það rétt að Flynn ætli að bera vitni um að Trump hafi persónulega gefið skipun um að koma á samskiptum milli framboðsins og Rússa varpar það nýju ljósi á ákvörðun Trump um að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í vor. Trump hafði beðið Comey um að láta rannsóknina á Flynn falla niður. Eftir að Trump rak Comey sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI.Uppfært 2.12.2017 ABC leiðrétti upphaflegu frétt sína. Heimildarmaður stöðvarinnar segði að það hefði verið eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti sem Trump bað Flynn um að setja sig í samband við Rússa, ekki í kosningabaráttunni eins og upphaflega sagði í frétt ABC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump er sagður hafa slitið tengslin við forsetann og gæti verið að vinna með Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á Rússatengslum. 23. nóvember 2017 21:33
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00