Kristinn: Hlakka til að klæðast Valstreyjunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. desember 2017 19:00 Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson skrifaði undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistara Vals fyrr í dag. Hann sagði það mjög gott að vera kominn aftur heim, en hann spilaði með Val árin 2012-16. „Ég hlakka mikið til að klæðast Valstreyjunni aftur og fara að spila með strákunum,“ sagði Kristinn í samtali við Vísi í dag. Kristinn spilaði með Sundsvall í sænsku úrvasldeildinni síðasta tímabil, en hann fór út í atvinnumennskuna eftir að hafa verið valinn besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2016. En afhverju ákvað hann að snúa aftur heim? „Fyrst og fremst fjölskylduástæður. Við fjölskyldan ákváðum það í sameiningu að þetta væri besti kosturinn eftir stutta dvöl úti. Skemmtilegt ævintýri sem ég var í sem okkur fannst best að enda og koma heim.“Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Kristinn væri í viðræðum bæði við Val og FH. Aðspurður hvað hafi ráðið því að hann kaus Val sagði Kristinn „Ég hef verið hérna í fimm ár, þekki allt hérna. Leið mjög vel hér og veit að hverju ég geng, svo að sjálfsögðu metnaðurinn í félaginu. Ég hlakka bara til þessara fjögurra ára og get ekki beðið eftir að komast í treyjuna og byrja að spila,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals var að vonum ánægður með liðsstyrkinn. „Já, ég er feykilega ánægður með hann. Kristinn var náttúrulega með okkur hérna, stóð sig feikna vel svo við lögðum mikla áherslu á að fá hann.“ Nú þegar eru Ívar Örn Jónsson og Ólafur Karl Finsen komnir til félagsins. Aðspurður hversu marga leikmenn Ólafur ætlaði sér að fá til viðbótar sagði hann: „Mér kæmi ekki á óvart að ég fengi 5-6 leikmenn í viðbót.“ Hann hafði þá áður sagt við annan fjölmiðil að hann ætlaði sér að fá 3-4. Hann fór nú bara að hlæja þegar blaðamaður spurði hann út í þetta ósamræmi og sagði það bara koma í ljós hver lokatalan yrði.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Kristinn Freyr kominn aftur í Val Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals á nýjan leik. 1. desember 2017 17:11