Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 4. desember 2017 07:00 Svandís tók við sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira