Verkfall er aldei markmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 20:30 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“ Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira