„Enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum“ Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2017 10:15 Óskari Steini Ómarssyni var nokkuð brugðið þegar hann hlustaði á texta lagsins Giftur leiknum af nýrri plötu Herra Hnetusmjörs. vísir/stefán Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“ Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“
Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira