Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Gísli Þorgeir klárar tímabilið með FH og fer svo til Kiel. Fréttablaðið/Anton Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira