„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“ Guðný Hrönn skrifar 8. desember 2017 06:30 Miðasala á þessa einu tónleika hefst 12. desember klukkan 12.00 og Birgitta segir mikla spennu í loftinu. MYND/GASSI „Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Eftir mikla pressu undanfarin ár á að koma aftur saman tókum við þá ákvörðun að nú væri tíminn kominn. Við í Írafári höfum ekki spilað saman í 12 ár og eigum líka 20 ára afmæli sem hljómsveit. Þannig að ef einhvern tímann er tilefni, þá er það núna,“ segir Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona Írafárs, um endurkomu hljómsveitarinnar. Birgitta segist hafa orðið vör við að fólk sé spennt fyrir endurkomunni en sveitin ætlar að halda eina tónleika í Hörpu í júní. „Ég finn fyrir mikilli ánægju og ég vona að fólk sé jafn spennt og við erum. Við erum alveg ótrúlega spennt og erum byrjuð að hittast og æfa. Þannig að ef einhver á eftir að skemmta sér þá erum það við,“ segir Birgitta og hlær. Spurð út í hvernig æfingar gangi eftir 12 ára hlé segir Birgitta þær ganga furðuvel.„Við höfum ekki spilað saman í mörg ár þannig að við erum aðeins að rifja upp. En það er ótrúlegt hvað þetta kemur fljótt. Við spiluðum þessi lög náttúrlega svo ótrúlega oft í svo mörg ár.“Er þetta kannski smá eins og að læra að hjóla, eitthvað sem gleymist aldrei? „Þetta er kannski smá eins og að vera búinn að læra á skíði en hafa ekki skíðað í 12 ár. Maður er aðeins ryðgaður í fyrstu þremur ferðunum en svo er þetta bara komið!“Írafár hefur gefið út þrjár plötur.Aðspurð hvort þau hafi ekki saknað þess að spila saman og koma fram í þessu 12 ára hléi segir Birgitta: „Jú, algjörlega. En þetta hlé var alveg kærkomið á sínum tíma því við vorum búin að spila og vinna yfir okkur.“Hvað er svo fram undan hjá Írafári, fyrir utan tónleikana? „Við erum búin að vera að semja og dunda okkur í stúdíói. Og ef allt gengur að óskum þá vonandi getum við komið með einn síngúl fyrir tónleika,“ segir Birgitta sem lofar góðu partíi á tónleikunum sem haldnir verða í Eldborg 2. júní. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þetta eins flott og við mögulega getum. Við tökum þetta alla leið og þetta á að vera mega Írafársupplifun.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira