Katrín segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 13:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. vísir/ernir Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Forsætisráðherra segir að gætt verði að efnahagslegum stöðugleika í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á fimmtudag. Útgjaldatillögur þess verði hóflegar. En Samtök atvinnulífsins hafa áhyggjur af því að boginn sé spenntur of hátt og ekki verði hugað nóg að greiðslu skulda ríkissjóðs. Samtök atvinnulífsins birtu á heimasíðu síðu sinni í gær greiningu á markmiðum stjórnarsáttmálans. Samtökin telja að nái öll markmið hans fram að ganga muni útgjöld ríkisins aukast um 90 milljarða á ári en nú þegar séu þau um 40 prósent af landsframleiðslu sem sé með því mesta sem þekkist inna Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að óttast stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Það tel ég nú ekki ekki vera. Ég tel þær tillögur sem verða lagðar fram í fjárlagafrumvarpinu mjög hófstilltar. Og í raun og veru taka bara á því brýnasta sem lýtur að hinum samfélagslegu innviðum. Í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngumálum,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti á fundi á þriðjudag og sama dag voru drög að frumvarpinu lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fer síðan fram á Alþingi á fimmtudag í næstu viku og umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verður þá um kvöldið. „Síðan munum við eins og ég hef áður sagt leggja fram langtímasýn inn í fjármálaáætlun. En það liggur algerlega fyrir að þessi ríkisstjórn einsetur sér að hin efnahagslega hagsæld sem hér hefur verið skili sér í auknum mæli annars vegar inn í samfélagið og og hins vegar betur til almennings í landinu. Það er okkar verkefni á þessu kjörtímabili. Það gerum við að sjálfsögðu með það í huga að viðhalda hér stöðugleika í efnahagslífinu og þannig með ábyrgri stjórn ríkisfjármála,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin óttast að með auknum útgjöldum ríkissjóðs, sem geti orðið allt að 90 milljarðar á ári samkvæmt stjórnarsáttmálanum gangi allt eftir, verði ekki hugað nægjanlega að lækkun skulda ríkissjóðs. „Það sem við verðum að hafa í huga er að útgjöld ríkissjóðs eru núna með því hæsta sem gerist innan OECD. Eða rétt um 40% af landsframleiðslu. Í mínum huga blasir því við að núna er ekki rétti tíminn til að auka verulega umsvif ríkissjóðs í hagkerfinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval. 6. desember 2017 18:45