Samfélagsleg ábyrgð gagnvart fötluðum börnum Sigrún Birgisdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Árni Múli Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun