Craig þarf að svara ýmsum spurningum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 13:45 Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli. Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Umræða um Craig Pedersen, landsliðsþjálfara Íslands í körfubolta, verður meðal þess sem tekið verður fyrir á fundum afreksnefndar og stjórnar KKÍ í næstu viku. Þetta sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Akraborginni í gær. Það hefur verið mikil gagnrýni á Pedersen eftir tap Íslands gegn Búlgaríu í Laugardalshöll á mánudagskvöld.Sjá einnig:Stórlaxar af Suðurnesjum ósáttir við Pedersen: „Léleg stjórnun af bekknum“Hannes sagði að það stæði ekki til að gera neinar breytingar á þjálfaramálum, en það sé eðlilegt að spyrja ýmissa spurninga. „Eins og staðan er í dag þá er Craig landsliðsþjálfari og það er ekkert verið að fara að breyta því, það er alveg á hreinu,“ sagði Hannes. Hann tók það fram að ekki er um neyðarfundi að ræða, heldur væru þetta reglubundnir fundir. Pedersen og þjálfarateymi hans er samningsbundið út þessa undankeppni sem liðið er í núna. Liðið þarf að lenda í einu af þremur efstu sætum riðilsins til þess að fara áfram í keppninni, sem er klárt markmið að Hannesar sögn. Það er enn mögulegt að íslenska liðið nái því, þó það verði erfitt eins og staðan er orðin. Eitt af því sem hefur verið á milli tannanna á fólki er hversu lítið Tryggvi Snær Hlinason spilaði í leiknum. „Þetta er það sama og maður spurði sig uppi í stúku í fyrrakvöld [á mánudaginn], afhverju hann væri ekki meira inn á,“ sagði Hannes. „Ég veit það alveg að þjálfarateimið og Craig sem aðallandsliðsþjálfari, treystir honum 150 prósent þó hann hafi ekki gert það þarna, annars hefði ekki verið farið í að fá hann frá Valencia.“Sjá einnig: Trygg(v)ir ekki eftir á„Það kom pínu bakslag í þetta með þessu tapi, þess vegna þurfum við að setjast niður og fara yfir þetta. Hvort við séum á þeirri vegferð sem við ætluðum okkur eða ekki. Markmiðið er ennþá skýrt, en við þurfum að fá ákveðin svör og vinna með það áfram hérna innandyra hjá okkur.“ „Við munum þurfa að spurja okkur ýmissa spurninga. Við eigum eftir að fá þjálfarateymið til að svara til okkar, bæði afreksnefndarinnar og stjórnarinnar. Þetta er allt hin eðlilegasta umræða, en við erum ekki að fara að gera neitt í augnablikinu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í febrúar, þegar liðið mætir Tékkum og Finnum á heimavelli.
Körfubolti Tengdar fréttir Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00 Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Klaufalegt tap fyrir Búlgörum í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik gegn Búlgaríu í undankeppni HM í gær. Strákarnir spiluðu vel lengst af en sóknin hrökk í baklás undir lokin. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni. 28. nóvember 2017 06:00
Fannar: Stór mistök að hafa Tryggva ekki inn á undir lokin Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji og sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, skilur ekki af hverju Tryggvi Snær Hlinason var ekki inn á hjá íslenska landsliðinu undir lok leiksins gegn Búlgaríu í gær. 28. nóvember 2017 19:15