Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Kostnaður við komu hælisleitenda hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. vísir/eyþór Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira