Dagur mannréttinda barna er í dag Erna Reynisdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:00 Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar