Dagur mannréttinda barna er í dag Erna Reynisdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:00 Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar