Alþjóðlegur dagur barna – Til hamingju með daginn Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun