Ítalska sambandið vill að Antonio Conte taki við ítalska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:00 Antonio Conte gleymdi kannski að taka sig fyrir leik helgarinnar en hér fagnar hann góðum sigri Chelsea á West Bromwich Albion. Vísir/Getty Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio. HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio.
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira