Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun