Mikil bið eftir úttekt á séreignarsparnaði til íbúðarkaupa: „Lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:00 580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira