Höfum við virkilega efni á þessu? Aron Leví Beck skrifar 22. nóvember 2017 08:45 Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun