Höfum við virkilega efni á þessu? Aron Leví Beck skrifar 22. nóvember 2017 08:45 Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun