Íþróttirnar geta stundum verið fallegar og alið af sér fallegar stundir og ein slík átti sér stað í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem að ÍBV 2 tók á móti Olís-deildarliði Aftureldingar í 16 liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta.
Þegar að rúmar 90 sekúndur voru eftir af leiknum settu Eyjamenn leynivopnið sitt inn á, Guðmund Ásgeir Grétarsson, oftast kallaður Gummi Pönk. Guðmundur er tvítugur og fæddist með Downs-heilkennið.
Það tók Gumma Pönk ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn. Hann skoraði úr sínu fyrsta skoti framhjá Eyjamanninum Kolbeini Arnarssyni í marki Aftureldingar. Glæsilegt mark.
Hann minnkaði muninn í 16 mörk, 38-22, og er spurning hvort Eyjamenn hefðu ekki átt að setja Guðmund mun fyrr inn á.
Þessa skemmtilegu stund úr Eyjum í gær má sjá með því að smella hér Gummi Pönk kemur inn á þegar 1:31:28 eru búnar af upptökunni.
Sjáðu fallegustu íþróttastund ársins þar sem að Gummi Pönk þrumar boltanum í netið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn