Erlent

Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Carter hefur undanfarið sungið með Backstreet Boys í Las Vegas.
Carter hefur undanfarið sungið með Backstreet Boys í Las Vegas. Vísir/AFP

Nick Carter, einn söngvara strákahljómsveitarinnar Backstreet Boys sem naut mikillar lýðhylli í kringum aldamót, neitar því að hafa nauðgað söngkonu úr stúlknasveit fyrir fimmtán áran. Söngkonan Melissa Schuman sakar Carter um að hafa nauðgað sér þegar hún var 18 ára en hann 22 ára.

Schuman var í stúlknasveitinni Dream á 10. áratug síðustu aldar. Hún setti ásökunina fram í bloggfærslu fyrr í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fullyrti hún að Carter hefði neytt hana til munnmaka og nauðgað henni árið 2002. Hún sagðist hafa ákveðið að stíga fram í kjölfar öldu frásagna kvenna af kynferðislegu áreiti og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir af hálfu valdamikilla manna.

„Melissa hefur aldrei tjáð mér á meðan við vorum saman eða síðan þá að eitthvað sem við gerðum væri ekki með vilja beggja,“ segir Carter sem nú er 37 ára gamall í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Fullyrðir hann að það sé andstætt eðli hans að valda manneskju skaða eða þjáningu. Segist hann í áfalli og vera sorgmæddur yfir ásökunum Schuman.

Backstreet Boys var ein stærsta strákahljómsveit heims seint á 10. áratug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×