Innlent

Innbrotsþjófar staðnir að verki í Árbæ

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mennirnir reyndu að fela sig.
Mennirnir reyndu að fela sig. Vísir/Getty
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls rötuðu 25 mál inn á hennar borð.

Þannig var teimur vespum var stolið úr bílageymslu í Breiðholti. Við almennt eftirlit í Kópavogi laust eftir miðnætti fann lögreglan hins vegar vespurnar og handtók tvo unga menn vegna málsins. Þeir játuðu báðir þjófnaðinn og voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku á lögreglustöð.

Þá var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki í Árbæ á fjórða tímanum. Tveir grunsamlegir menn höfðu sést við fyrirtækið, haldandi á vasaljósum. Mennirnir voru handteknir um 10 mínútum síðar þar sem þeir höfðu reynt að fela sig innandyra í fyrirtækinu sem þeir ætluðu sér að ræna. Að sögn lögreglu höfðu menninir spennt upp glugga til að komast inn.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunar um akstur undir áhrifum vímuefna. Við leit á þeim fundust neysluskammtar á fíkniefnum og reyndist hvorugur ökumannanna hafa akstursréttindi. Báðir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×