Ætla að senda rohingjafólkið til baka Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:17 Minnst 600 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið til Bangladess og flestir þeirra halda til í flóttamannabúðum. Vísir/AFP Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri. Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri.
Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent