Ætla að senda rohingjafólkið til baka Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:17 Minnst 600 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið til Bangladess og flestir þeirra halda til í flóttamannabúðum. Vísir/AFP Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri. Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri.
Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34