Lengi langað að heimsækja Ísland Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 13:45 Ky-Mani ætlar að heiðra minningu föður síns með tónleikaferðalagi sem hefst á Íslandi. NORDICOHOTOS/GETTY „Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“ Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
„Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“
Tónlist Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira