Uppfærsla á glæpaforriti Davíð Bergmann skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Bergmann Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar er mjög mismunandi hvernig reynt er að stemma stigu við glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins til þessa heims og sér í lagi þegar kemur að ungum afbrotamönnum. Ég vann aðeins lengur en einn vetur í þeim málaflokki og hef farið víða til að kynna mér hvað aðrar þjóðir gera. „Byrgjum brunninn áður en barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“ Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú, vegna þess að ég kýs ekki að segja að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er það eins og fallhlífarstökkvarinn sem stekkur úr flugvél og lendir einhvers staðar. Það sem hefur farið hvað mest í taugarnar á mér er þegar ábyrgðin er tekin af unga afbrotamanninum og kerfið verður meðvirkt, allri ábyrgð einstaklingsins er kastað burt. Viðkomandi jafnvel gefið umboð til að gera hitt og þetta af því að hann átti svo bágt eða vegna þess að hann er með hina og þessa greininguna. Það var ekki ósjaldan að ég heyrði „ég er með mótþróaþrjóskuröskun, ADD eða ADHD og þess vegna gerði ég þetta“. Ég er talsmaður þess að nálgast þennan málaflokk öðruvísi. Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið upp á nýtt eða taka inn rándýr úrræði að utan sem ganga meira og minna út á að skrá í möppu, fjölga skrifborðum í fílabeinsturnum þar sem fólk situr og talar um vandann en ekki við unga afbrotamanninn. Alvörufræðsla Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar sem einstaklingurinn fær alvörufræðslu um hverjar orsakir og afleiðingar afbrota eru í raun og veru. Það gerir maður ekki með því að tala við þá yfir skrifborð heldur er farið í vettvangsferðir og þeir aðilar sem koma að úrvinnslu afbrota kenna þeim hverjar raunverulegar afleiðingar afbrota geta verið. Þarna er ekki verið að uppfæra glæpaforritið sem þeir gera reglulega með jafningjafræðslu á götunni heldur er verið að reyna koma fyrir vírusvörn gegn glæpum. Ég tel að það séu mikil tækifæri í úrvinnslu ungra afbrotamanna hér á landi þar sem samvinna ýmissa aðila gæti verið góð og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Ég var sjálfur með lifandi hópastarf þar sem ég var að reyna að vekja þá til umhugsunar með lifandi hætti. Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið á diplómaprikunum í kerfinu og var mér á endanum bannað að vera með það starf, þó svo að árangurinn hafi verið góður. Ég er þeirrar skoðunar að hérna þurfi að taka til hendinni. Ég vona að nýi félagsmálaráðherrann, hver sem hann verður, tali við fólkið sem talar við börnin, en ekki bara við þá sem tala um börnin á fundum. Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri hópastarfs fyrir drengi sem eru komnir út af brautinni og ráðgjafi á meðferðarheimili.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun