Vísbendingar um að fyrrum bandamaður Trump vinni með rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 21:33 Michael Flynn var einn arkítekta stefnu Trump-stjórnarinnar um Bandaríkin fyrst og talaði fyrir bættum tengslum við Rússa. Vísir/AFP Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Lögmenn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa sagt lögmönnum forsetans að þeir geti ekki lengur rætt við þá rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Það er talið vísbending um að Flynn vinni með rannsakandanum eða sé að semja við hann.New York Times hefur þetta eftir fjórum ónafngreindum heimildamönnum sem koma að málunum. Lögmenn Flynn eru sagði hafa deilt upplýsingum með lögfræðiteymi Trump í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsaknda, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Trump rétt í upphafi forsetatíðar hans. Hann neyddist til að segja af sér eftir innan við mánuð í starfi vegna þess að hann hafði ekki greint frá samskiptum sínum við Rússa. Bæði hann og sonur hans eru sagðir til rannsóknar hjá Mueller. Alvanalegt er sagt að verjendur sakborninga deili upplýsingum á meðan rannsókn stendur yfir. Því er þó hætt þegar hagsmunaárekstrar koma upp, þar á meðal ef annar sakborninga ræðir við yfirvöld um samstarf.Óttast að sonur sinn verði ákærðurBandaríska blaðið segir að samstarfsslitin þýði ekki ein og sér að Flynn hafi gengið í lið með rannsakendum Mueller. Lögmenn Trump hafi þó tekið tíðindunum þannig. Lögmenn bæði Flynn og Trump neituðu að tjá sig við blaðið. Flynn er sagður hollur Trump forseta. Hann hafi hins vegar lýst vaxandi áhyggjum undanfarið af því að sonur hans verði ákærður í tengslum við rannsókn Mueller. Flynn yngri var starfsmannastjóri föður síns og kom að fjármálagerningum sem Mueller er sagður beina sjónum sínum að. Mueller hefur þegar ákært þrjá einstaklinga sem tengdust framboði Trump, þar á meðal Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra hans. Manafort og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um samsæri, skattaundanskot og að skrá sig ekki sem fulltrúa erlendra ríkja. Þriðji maðurinn játaði sekt um að hafa reynt að afvegaleiða alríkislögreglumenn um samskipti hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. Trump hefur ítrekað vísað öllum kenningum um að framboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld á bug. Hann hefur meðal annars kallað rannsókn Mueller stærstu nornaveiðar sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55 Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump hafnar því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. 11. nóvember 2017 14:30
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Óttuðust að Flynn gæti verið kúgaður af Rússum Þáverandi dómsmálaráðherra sagði að hún trúði því að rétt væri að benda Pence á að hann væri óvitandi að dreifa röngum upplýsingum 8. maí 2017 20:55
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22