Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann