Martin bar af í Tékklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2017 06:00 Martin Hermannsson skoraði 29 stig. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir því tékkneska, 89-69, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Tékkar voru alltaf með forystuna og gáfu alltaf í þegar Íslendingar gerðu sig líklega til að koma með áhlaup. Íslenska liðið hitti skelfilega illa fyrir utan þriggja stiga línuna og var líka undir í frákastabaráttunni sem tapaðist 37-27. „Við vorum í vandræðum með stærðina á þeim allan tímann. Í þau skipti sem við náðum að stoppa í fyrri hálfleik tóku þeir oftast sóknarfráköst. Við vorum í miklu basli í frákastabaráttunni. Við spiluðum oft á tíðum ágætis vörn en það vantaði að klára hana með frákasti. Við gáfum þeim alltof mörg aukatækifæri,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þriggja stiga nýting Íslands var afleit en íslensku strákarnir hittu aðeins úr fjórum af 24 þristum sem þeir tóku (17%). „Við klikkuðum oftar en ekki á stemningsþristum. Við bjuggum okkur til fín færi fyrir utan en öll stemningsskotin klikkuðu,“ sagði Finnur sem hrósaði Kára Jónssyni sem setti niður þrjá af fjórum þristum Íslands. „Hann sýndi öryggi eins og alltaf. Það skiptir ekki máli þótt hann sé að spila á móti stærri og sterkari mönnum. Hann var öruggur með boltann og tók góðar ákvarðanir. Hann gerði mjög vel.“ Martin Hermannsson bar af í íslenska liðinu og skoraði 29 stig. Hann var stigahæstur á vellinum. Martin hitti úr sjö af 13 skotum sínum utan af velli og öllum 15 vítaskotunum. „Hann dró vagninn í sókninni. Hann var duglegur að sækja á körfuna, fékk 15 víti og hefði getað fengið fleiri. Hann er einn okkar allra besti leikmaður. Hann sýndi í kvöld hversu mikilvægur hann er og framtíðin í þessu liði,“ sagði Finnur. Íslenska liðið kemur heim frá Tékklandi í dag. Á mánudaginn mæta Íslendingar svo Búlgörum í öðrum leik sínum í undankeppninni. Hvað þarf að ganga upp hjá íslenska liðinu, til að það vinni það búlgarska? „Vörn og fráköst eru fasti sem þarf að vera til staðar. Við þurfum að ná betri takti í varnarleiknum,“ sagði Finnur. Íslenska liðið fær góða hjálp í baráttunni inni í teig gegn Búlgörum því Tryggvi Snær Hlinason verður með á mánudaginn. „Hann gefur okkur allt annað yfirbragð. Hann ver teiginn vel. Það verður gríðarlega mikill munur að fá hann inn í teiginn, bæði í vörn og sókn,“ sagði Finnur að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 89-69 | Slök hittni í Tékklandi gerði útslagið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2019 þar sem liðið mætir Tékklandi á útivelli. Það vantar nokkra lykilmenn í íslenska liðið og það reynir því að breiddina í Pardubice í kvöld. 24. nóvember 2017 18:30