Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2017 23:00 Horft yfir Öræfajökul í síðustu viku. Sigketillinn sést vel í miðju toppgígsins. Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46