Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2017 23:00 Horft yfir Öræfajökul í síðustu viku. Sigketillinn sést vel í miðju toppgígsins. Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46