Neyðarlegt kampavínskosningamyndband VG Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 12:45 Hin nöturlega kampavínssena Ragnars virðist vera að springa upp í andlit VG. Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum. Kosningar 2017 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum.
Kosningar 2017 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira