Um konur: hina ófullkomnu menn Ragnhildur Helga Hannesdóttir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun