Ofbeldi í tilhugalífi Arnar Sverrisson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Á árinu 2001 var hrundið af stað fleirþjóðlegri og samhæfðri rannsókn ofbeldis í tilhugalífi (International Dating Violence Study). Hér er átt við samskipti kynjanna, sama kyns eða hins, þegar fólk er að draga sig saman, finnur sér kærasta og kærustur, skundar á stefnumót og stofnar til mislangra ástarsambanda af einhverju tagi. Rannsóknin beindist af hagnýtum orsökum að tilhugalífi háskólastúdenta. Henni lauk 2006. Rannsóknahópar þrjátíu og tveggja þjóða í öllum heimsálfum tóku þátt, en fyrir henni fór virtur félagsfræðingur, prófessor og stofnandi stofu um fjölskyldurannsóknir við háskólann í New Hampshire, BNA, Murray Straus (1926-2016). Rannsóknin náði til fjórtán þúsund námsmanna í 68 háskólum víðs vegar um veröldina. Þátttakendur svöruðu tveimur viðurkenndum spurningalistum um efnið. Ofbeldi í tilhugalífi eða nánum samböndum var skoðað í nokkrum tilbrigðum, t.d. árásir eða handalögmál af vægari toga, alvarlegt ofbeldi, sem hafði í för með sér meiðsli, svo og kynferðislegt ofbeldi. Þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir frá fjórtán rannsóknarstöðum meðal níu þjóða, reit einn rannsóknarhópanna drög að skýrslu úr gögnum um drjúgar þrjár þúsundir stúdenta. Það, sem einkum vekur athygli, er hið skelfilega ofbeldi, sem karlar jafnt sem konur í tilhugalífi sýna hvert öðru; þ.e. ýgi, árásir og þvingun til kynlífs. Hlutfallið er verulega miklu hærra en áður hefur mælst meðal almennings, en þó með öðrum aðferðum. Höfundar segja: „Þessar tölur af fleirþjóðlegum vettvangi sýna það, sem hefur verið alkunna lengi, þ.e. að ofbeldi í nánum samböndum er algengasta tegund þess.“ Endurteknar rannsóknir sýna vísbendingar um það, að ofbeldi í tilhugalífi sé jafnvel meira, heldur en hjá hjónum og sambýlisfólki. Síðustu árin hefur úrvinnsla úr gögnum þessarar viðamiklu rannsóknar skilað sjötíu og einni vísindagrein. (Gögn frá þrjátíu og einni þjóð voru vísindalega vinnsluhæf.) Niðurstöður heildarúrvinnslunnar staðfesta í megindráttum það, sem bráðabirgðaúrvinnsla úr hluta efniviðarins sýndi. Nærri þriðjungur stúdenta af báðum kynjum réðst til atlögu að elskhuganum síðustu tólf mánuði fyrir þátttöku. Oftast var um að ræða gagnkvæmi í þessu tilliti, elskhugarnir voru ýgir hvor í annars garð. Svo var algengasta mynstrið. Ástandið í Íran var skelfilegast. Í 94,6 prósent sambanda var um gagnkvæmt ofbeldi að ræða. Einna meinhægastir voru sænskir elskendur. „Einungis“ sex af hverjum tíu pörum sýdu hvort öðru ofbeldi. Svíar voru eina Norðurlandaþjóðin, sem tók þátt í könnuninni. Næstalgengasta ofbeldismynstrið var það, þar sem konur einvörðungu beittu ofbeldi. Ofbeldisfyllstar eru sænskar (28,4%) og kínverskar (31,7) ástkonur. Harðræði af hálfu karla eingöngu var hins vegar sjaldgæft að tiltölu. Í þessu mynstri beittu sænskir karlelskhugar konur sínar oftast ofbeldi (11.8%), en íranskir karlmenn sjaldnast (4%) en Bretar fylgdu þar fast á eftir. Margvíslegar rannsóknir, þar sem fjöldi fólks var rannsakaður og úrtök trúverðug, bera vitni um, að ofbeldi af hálfu kvenna eingöngu er jafn algengt eða jafnvel algengara en ofbeldi af hálfu karla. En gagnkvæmt ofbeldi er algengast eins og fyrr segir. Í aðalatriðum eiga þessar niðurstöður einnig við um rannsókn, sem framkvæmd var á árunum 1975-1985 í BNA (National Family Violence Survey). Sama má segja um fleiri rannsóknir og kannanir af sama toga, t.d. The National Comorbidity Study. Hvergi meðal þjóðanna þrjátíu og einnar reyndist karlofbeldi algengast. Þetta átti við um bæði minni og meiri háttar ofbeldi. Einn rannsóknarhópanna skoðaði sérstaklega alvarlegri tilbrigði ofbeldis. Niðurstaða þess hóps var sú, að „[k]arlar og konur beittu ofbeldi til jafns í þeim hópi, sem taldi sig beittan áþreifanlegu ofbeldi og þvingun í kynlífi“. (Lauslega snarað af undirrituðum.) Niðurstöður úr pólska hluta rannsóknarinnar er býsna dæmigerðar. Höfundar segja: „Skráning andlegs ofbeldis, líkamlegs ofbeldis og kynferðislegrar þvingunar var umtalsverð eða í réttri röð 77%, 36% og 42%, hvað körlum viðvíkur, og 89%, 48% og 40%, hvað konur snertir. Samanborið við önnur þýði úr hinni fjölþjóðlegu rannsókn [International Dating Violence Study] beittu pólskar konur og karlar eftirtektarverðri þvingun og líkamlegu ofbeldi.“ (Lausleg þýðing er undirritaðs.) Í þessu viðfangi gæti verið fróðlegt að skoða rannsóknir á unglingum. Það vill svo til, að í upphafi áratugarins fór fram í BNA fyrsta þjóðtæka könnunin á kynferðislegri áreitni unglinga. Niðurstöður voru í stuttu máli þær, að yngri drengir sýndu slíka óhæfu mun fyrr en stúlkurnar. En upp úr átján ára aldri var hlutfall þeirra svipað, drengir tóku fremur niður fyrir sig í aldri, en stúlkur aftur á móti upp. Um níu af hundraði unglinganna skýrðu frá kynferðislegri óhæfu í garð annarra af einhverju tagi. Þessar niðurstöður ríma við rannsóknir frá upphafi aldarinnar. Í rannsóknum frá 2003 (Youth Risk Behavior Survey) töldu 8,8% kvenna sig orðið hafa fyrir ofbeldi í tilhugalífi en 8,9% karla. Það þarf varla að fjölyrða um heilsufarslegar afleiðingar þessarar ósvinnu. Það er t.d. nánast alkunna, að nauðgun á nefndu aldursskeiði hefur í för með sér aukna áhættu á alvarlegum, andlegum afleiðingum eins og áfallastreituröskun, þunglyndi, fíkniefnaneyslu, áfengissýki, sjálfsvígshugleiðingum, sjálfsvígstilraunum, vandkvæðum í ástum, vanhöldum í vinnu og slökum námsárangri. Í hinni nefndu fleirþjóðlegu rannsókn var sýnt fram á tölfræðilega fylgni ofbeldis í sambandinu og hugleiðinga um sjálfsvíg. Það er óhætt að fullyrða, að höfundar margumræddrar könnunar hafi orðið hvumsa yfir útbreiðslu og algengi ofbeldis í tilhugalífi. Skýringa er leitað. Efniviðurinn gefur tilefni til að álykta, að almenn streita í þjóðfélaginu kunni að skipta máli. Slíka streitu er mesta að finna á Taívan, minnsta í Hollandi. Ofríki var ævinlega undirrót ofbeldis og tengdist einkum og sér í lagi ofríki kvenna. Það kann einnig að koma á óvart, hversu herskáar konur eru um gjörvalla kringluna. Venjuleg var talið, að konur væru nánast eingöngu fórnarlömb karla. Vísindin virtust sýna fram á það. En það voru vísindi á villigötum. Vísindamenn voru slegnir blindu. T.d. var lögum samkvæmt ekki unnt að nauðga karlmönnum. Aðferðirnar voru af þessum sökum ófullnægjandi. M. Straus segir lærdómsríka reynslusögu. Því fleiri, sem rannsóknir á efninu urðu, þeim mun augljósara varð honum, að eitthvað væri gruggugt í aðferðum og niðurstöðum. Hann gerði sér því far um að grandskoða siðferðilega og vísindalega undirstöðu rannsóknanna og skoða efnið frá fleiri hliðum, t.d. með því að inna karlmenn eftir reynslu þeirra og nota skiljanlegri hugtök. Þegar ofangetinni rannsókn um ofbeldi í tilhugalífi var hrundið af stað, reyndi hann að fá vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna til samstarfs. Það tókst ekki sem skyldi. Þeir reyndust bundnir rannsóknahefðinni. T.d. voru spurningar um ofbeldi af hálfu kvenna útilokaðar í tiltekinni könnun (Survey of Married and Cohabiting Violence). Það hefur sem sagt verið – og virðist enn vera – við ramman reip að draga, þegar upplýsingar um ofbeldi af hálfu kvenna er að ræða. Stundum er alið á rangfærslunum. Samkvæmt reynslu Straus virðist óskrifuð regla að láta hjá líða að inna konur í athvörfum eftir eigin ofbeldi. En það hefur verið þekkt frá því að fyrsta athvarfið var sett á stofn í Lundúnum. Stofnandi þess sagði, að að minnsta kosti fjörutíu af hundraði vistkvenna væru undir þá sök seldar. Rannsóknir síðustu áratuga benda til þess, að ein af hverjum fjórum konum, sem leituðu til kvennaathvarfs, hefði beitt áþreifanlegu ofbeldi áður en til vistunar kom. Aðrar rannsóknir gáfu vísbendingu um, að á aðfaraári vistunar á kvennaathvarfi hefði helmingur beitt ástmanninn ofbeldi, og eftir að vistun lauk, hefði 42% þeirra ráðist á karla sína. Rannsóknir árið 2002 á fjórum meðferðarskrám fyrir ofbeldiskarla sýndu, að 69% kvenna hefðu einnig lúskrað á maka sínum. Í langtímarannsóknum (Dunedin Longitudinal Cohort Study) kom í ljós, að þegar um tiltölulega vægt ofbeldi var að ræða, voru konur megindriffjaðrirnar, en þegar um alvarlegt ofbeldi var að ræða var hlutur kvenna og karla jafnari. Ofbeldið, sem lýst er í þessum rannsóknum, er hræðilegt. Tölurnar eru útlenskar, en eiga vafalítið við um íslenskan veruleika að mestu leyti. Hvað skal taka til bragðs? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. En allavega er hyggilegt að reyna að horfast greinilega og skilmerkilega í augu við veruleikann. Ég el þá von í brjósti, að skynsamt fólk af báðum kynjum leggist á árarnar og rói í sömu átt, en ekki gagnstæðar. Því hagsmunir þeirra eru nákvæmlega þeir sömu. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2001 var hrundið af stað fleirþjóðlegri og samhæfðri rannsókn ofbeldis í tilhugalífi (International Dating Violence Study). Hér er átt við samskipti kynjanna, sama kyns eða hins, þegar fólk er að draga sig saman, finnur sér kærasta og kærustur, skundar á stefnumót og stofnar til mislangra ástarsambanda af einhverju tagi. Rannsóknin beindist af hagnýtum orsökum að tilhugalífi háskólastúdenta. Henni lauk 2006. Rannsóknahópar þrjátíu og tveggja þjóða í öllum heimsálfum tóku þátt, en fyrir henni fór virtur félagsfræðingur, prófessor og stofnandi stofu um fjölskyldurannsóknir við háskólann í New Hampshire, BNA, Murray Straus (1926-2016). Rannsóknin náði til fjórtán þúsund námsmanna í 68 háskólum víðs vegar um veröldina. Þátttakendur svöruðu tveimur viðurkenndum spurningalistum um efnið. Ofbeldi í tilhugalífi eða nánum samböndum var skoðað í nokkrum tilbrigðum, t.d. árásir eða handalögmál af vægari toga, alvarlegt ofbeldi, sem hafði í för með sér meiðsli, svo og kynferðislegt ofbeldi. Þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir frá fjórtán rannsóknarstöðum meðal níu þjóða, reit einn rannsóknarhópanna drög að skýrslu úr gögnum um drjúgar þrjár þúsundir stúdenta. Það, sem einkum vekur athygli, er hið skelfilega ofbeldi, sem karlar jafnt sem konur í tilhugalífi sýna hvert öðru; þ.e. ýgi, árásir og þvingun til kynlífs. Hlutfallið er verulega miklu hærra en áður hefur mælst meðal almennings, en þó með öðrum aðferðum. Höfundar segja: „Þessar tölur af fleirþjóðlegum vettvangi sýna það, sem hefur verið alkunna lengi, þ.e. að ofbeldi í nánum samböndum er algengasta tegund þess.“ Endurteknar rannsóknir sýna vísbendingar um það, að ofbeldi í tilhugalífi sé jafnvel meira, heldur en hjá hjónum og sambýlisfólki. Síðustu árin hefur úrvinnsla úr gögnum þessarar viðamiklu rannsóknar skilað sjötíu og einni vísindagrein. (Gögn frá þrjátíu og einni þjóð voru vísindalega vinnsluhæf.) Niðurstöður heildarúrvinnslunnar staðfesta í megindráttum það, sem bráðabirgðaúrvinnsla úr hluta efniviðarins sýndi. Nærri þriðjungur stúdenta af báðum kynjum réðst til atlögu að elskhuganum síðustu tólf mánuði fyrir þátttöku. Oftast var um að ræða gagnkvæmi í þessu tilliti, elskhugarnir voru ýgir hvor í annars garð. Svo var algengasta mynstrið. Ástandið í Íran var skelfilegast. Í 94,6 prósent sambanda var um gagnkvæmt ofbeldi að ræða. Einna meinhægastir voru sænskir elskendur. „Einungis“ sex af hverjum tíu pörum sýdu hvort öðru ofbeldi. Svíar voru eina Norðurlandaþjóðin, sem tók þátt í könnuninni. Næstalgengasta ofbeldismynstrið var það, þar sem konur einvörðungu beittu ofbeldi. Ofbeldisfyllstar eru sænskar (28,4%) og kínverskar (31,7) ástkonur. Harðræði af hálfu karla eingöngu var hins vegar sjaldgæft að tiltölu. Í þessu mynstri beittu sænskir karlelskhugar konur sínar oftast ofbeldi (11.8%), en íranskir karlmenn sjaldnast (4%) en Bretar fylgdu þar fast á eftir. Margvíslegar rannsóknir, þar sem fjöldi fólks var rannsakaður og úrtök trúverðug, bera vitni um, að ofbeldi af hálfu kvenna eingöngu er jafn algengt eða jafnvel algengara en ofbeldi af hálfu karla. En gagnkvæmt ofbeldi er algengast eins og fyrr segir. Í aðalatriðum eiga þessar niðurstöður einnig við um rannsókn, sem framkvæmd var á árunum 1975-1985 í BNA (National Family Violence Survey). Sama má segja um fleiri rannsóknir og kannanir af sama toga, t.d. The National Comorbidity Study. Hvergi meðal þjóðanna þrjátíu og einnar reyndist karlofbeldi algengast. Þetta átti við um bæði minni og meiri háttar ofbeldi. Einn rannsóknarhópanna skoðaði sérstaklega alvarlegri tilbrigði ofbeldis. Niðurstaða þess hóps var sú, að „[k]arlar og konur beittu ofbeldi til jafns í þeim hópi, sem taldi sig beittan áþreifanlegu ofbeldi og þvingun í kynlífi“. (Lauslega snarað af undirrituðum.) Niðurstöður úr pólska hluta rannsóknarinnar er býsna dæmigerðar. Höfundar segja: „Skráning andlegs ofbeldis, líkamlegs ofbeldis og kynferðislegrar þvingunar var umtalsverð eða í réttri röð 77%, 36% og 42%, hvað körlum viðvíkur, og 89%, 48% og 40%, hvað konur snertir. Samanborið við önnur þýði úr hinni fjölþjóðlegu rannsókn [International Dating Violence Study] beittu pólskar konur og karlar eftirtektarverðri þvingun og líkamlegu ofbeldi.“ (Lausleg þýðing er undirritaðs.) Í þessu viðfangi gæti verið fróðlegt að skoða rannsóknir á unglingum. Það vill svo til, að í upphafi áratugarins fór fram í BNA fyrsta þjóðtæka könnunin á kynferðislegri áreitni unglinga. Niðurstöður voru í stuttu máli þær, að yngri drengir sýndu slíka óhæfu mun fyrr en stúlkurnar. En upp úr átján ára aldri var hlutfall þeirra svipað, drengir tóku fremur niður fyrir sig í aldri, en stúlkur aftur á móti upp. Um níu af hundraði unglinganna skýrðu frá kynferðislegri óhæfu í garð annarra af einhverju tagi. Þessar niðurstöður ríma við rannsóknir frá upphafi aldarinnar. Í rannsóknum frá 2003 (Youth Risk Behavior Survey) töldu 8,8% kvenna sig orðið hafa fyrir ofbeldi í tilhugalífi en 8,9% karla. Það þarf varla að fjölyrða um heilsufarslegar afleiðingar þessarar ósvinnu. Það er t.d. nánast alkunna, að nauðgun á nefndu aldursskeiði hefur í för með sér aukna áhættu á alvarlegum, andlegum afleiðingum eins og áfallastreituröskun, þunglyndi, fíkniefnaneyslu, áfengissýki, sjálfsvígshugleiðingum, sjálfsvígstilraunum, vandkvæðum í ástum, vanhöldum í vinnu og slökum námsárangri. Í hinni nefndu fleirþjóðlegu rannsókn var sýnt fram á tölfræðilega fylgni ofbeldis í sambandinu og hugleiðinga um sjálfsvíg. Það er óhætt að fullyrða, að höfundar margumræddrar könnunar hafi orðið hvumsa yfir útbreiðslu og algengi ofbeldis í tilhugalífi. Skýringa er leitað. Efniviðurinn gefur tilefni til að álykta, að almenn streita í þjóðfélaginu kunni að skipta máli. Slíka streitu er mesta að finna á Taívan, minnsta í Hollandi. Ofríki var ævinlega undirrót ofbeldis og tengdist einkum og sér í lagi ofríki kvenna. Það kann einnig að koma á óvart, hversu herskáar konur eru um gjörvalla kringluna. Venjuleg var talið, að konur væru nánast eingöngu fórnarlömb karla. Vísindin virtust sýna fram á það. En það voru vísindi á villigötum. Vísindamenn voru slegnir blindu. T.d. var lögum samkvæmt ekki unnt að nauðga karlmönnum. Aðferðirnar voru af þessum sökum ófullnægjandi. M. Straus segir lærdómsríka reynslusögu. Því fleiri, sem rannsóknir á efninu urðu, þeim mun augljósara varð honum, að eitthvað væri gruggugt í aðferðum og niðurstöðum. Hann gerði sér því far um að grandskoða siðferðilega og vísindalega undirstöðu rannsóknanna og skoða efnið frá fleiri hliðum, t.d. með því að inna karlmenn eftir reynslu þeirra og nota skiljanlegri hugtök. Þegar ofangetinni rannsókn um ofbeldi í tilhugalífi var hrundið af stað, reyndi hann að fá vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna til samstarfs. Það tókst ekki sem skyldi. Þeir reyndust bundnir rannsóknahefðinni. T.d. voru spurningar um ofbeldi af hálfu kvenna útilokaðar í tiltekinni könnun (Survey of Married and Cohabiting Violence). Það hefur sem sagt verið – og virðist enn vera – við ramman reip að draga, þegar upplýsingar um ofbeldi af hálfu kvenna er að ræða. Stundum er alið á rangfærslunum. Samkvæmt reynslu Straus virðist óskrifuð regla að láta hjá líða að inna konur í athvörfum eftir eigin ofbeldi. En það hefur verið þekkt frá því að fyrsta athvarfið var sett á stofn í Lundúnum. Stofnandi þess sagði, að að minnsta kosti fjörutíu af hundraði vistkvenna væru undir þá sök seldar. Rannsóknir síðustu áratuga benda til þess, að ein af hverjum fjórum konum, sem leituðu til kvennaathvarfs, hefði beitt áþreifanlegu ofbeldi áður en til vistunar kom. Aðrar rannsóknir gáfu vísbendingu um, að á aðfaraári vistunar á kvennaathvarfi hefði helmingur beitt ástmanninn ofbeldi, og eftir að vistun lauk, hefði 42% þeirra ráðist á karla sína. Rannsóknir árið 2002 á fjórum meðferðarskrám fyrir ofbeldiskarla sýndu, að 69% kvenna hefðu einnig lúskrað á maka sínum. Í langtímarannsóknum (Dunedin Longitudinal Cohort Study) kom í ljós, að þegar um tiltölulega vægt ofbeldi var að ræða, voru konur megindriffjaðrirnar, en þegar um alvarlegt ofbeldi var að ræða var hlutur kvenna og karla jafnari. Ofbeldið, sem lýst er í þessum rannsóknum, er hræðilegt. Tölurnar eru útlenskar, en eiga vafalítið við um íslenskan veruleika að mestu leyti. Hvað skal taka til bragðs? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. En allavega er hyggilegt að reyna að horfast greinilega og skilmerkilega í augu við veruleikann. Ég el þá von í brjósti, að skynsamt fólk af báðum kynjum leggist á árarnar og rói í sömu átt, en ekki gagnstæðar. Því hagsmunir þeirra eru nákvæmlega þeir sömu. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun