Körfubolti

Martin: Þetta verður erfið nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin Hermannsson skoraði 21 stig.
Martin Hermannsson skoraði 21 stig. vísir/anton
„Við þurftum að vinna þennan leik, vorum með hann í höndunum í 38 mínútur en klúðrum þessi bara í lokin,“ segir Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Martin skoraði 21 stig.

Ísland tapaði fyrir Búlgaríu, 77-74, í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðið var lengi vel með fín tök á leiknum en hentu honum frá sér í fjórða leikhlutanum.

„Þetta verður erfið nótt og næstu nætur bara. Við verðum að setjast vel yfir þennan leik og fara yfir það af hverju þeir komast alltaf svona mikið inn í leikinn eftir að við náum upp fínu forskoti.“

Martin segist hafa liðið vel nánast allt leikinn.

„Mér fannst við einhvern veginn alltaf vera með þetta í okkar höndum. Þeir setja svo mörg erfið þriggja stig skot undir lokin og þetta átti greinilega bara að detta með þeim í kvöld. Við tökum bara útileikinn á móti þeim með allavega fimm stigum, ég lofa því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×