Síðasta aðvörun Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það er allt lagt upp í hendurnar á okkur en samt virðast karlmenn eiga í stökustu vandræðum með jólagjafirnar ár eftir ár. Upp komst um þessa óheppilegu hegðun okkar þegar Google hóf að veita aðgang að leitarniðurstöðum kynjanna. Frá febrúar til desember er leitarstrengurinn „gjöf fyrir eiginmanninn“ helmingi meira notaður en „gjöf fyrir eiginkonuna“. Undirbúningurinn hefst greinilega snemma þar á bæ. Í desember gerir örvænting karla þó vart við sig og nær hámarki vikuna fyrir jól þegar 60% fleiri leita að hugmyndum að jólagjöfum fyrir eiginkonuna og þrefalt fleiri karlar slá inn leitarstrenginn en í nóvember. Sá sem þarf uppástungur frá Google örfáum dögum fyrir jól er í áhættuhópi með að enda á að gefa frúnni Vegahandbókina og börnunum púsluspil af næstu bensínstöð. Það er öllum fyrir bestu að við drífum í þessu og klárum gjafainnkaupin áður en gripið er í hið árlega „ég þarf aðeins að bregða mér út“ trikk á aðfangadagsmorgun. Það er nóvember. Singles' day er búinn, Svartur föstudagur liðinn og Cyber Monday var í fyrradag. Við höfum fengið fjölmörg tækifæri. Vefverslun hefur aukist gríðarlega ár frá ári og þægindin orðin slík að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr sófunum til að láta senda okkur pakkana, innpakkaða með korti, heim að dyrum. Konan þín keypti jólagjöfina þína sennilega á útsölunum í janúar. Þú ert örugglega búinn að rekast á hana heima en áttaðir þig ekki á því. Það er allt í lagi að vera tímanlega. Þetta er síðasta aðvörunin. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar