Trump deilir múslimahatri bresks öfgahóps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 13:31 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir andúð á múslimum. Í kosningabaráttunni kallaði hann eftir að koma múslima til Bandaríkjanna yrði bönnuð. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00