Trump deilir múslimahatri bresks öfgahóps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 13:31 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir andúð á múslimum. Í kosningabaráttunni kallaði hann eftir að koma múslima til Bandaríkjanna yrði bönnuð. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun tíst áfram nokkrum myndböndum frá breskum hægriöfgaflokki sem eiga að draga upp dökka mynd af múslimum. Leiðtogi flokksins sem Trump áframtístir hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir að áreita konu á götu úti vegna trúar hennar. Þrjú myndbönd sem Trump tísti áfram í morgun til milljóna fylgjenda sinna koma öll frá bresku haturssamtökunum Bretland fyrst [e. Britain First]. Eitt þeirra er sagt sýna „múg múslima“ hrinda dreng fram af þaki húss og berja hann til dauða. Annað á að sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, persónu úr Biblíu kristinna manna. Jayda Fransen, einn leiðtoga Bretlands fyrst, var sakfelld í fyrra fyrir að áreita konu af trúarlegum ástæðum. Jós Fransen skammaryrðum yfir múslimakonu sem var klæddi í hijab fyrir framan fjögur börn hennar, að því er kom fram í frétt The Guardian frá því í fyrra. Fransen var klædd í einkennisbúning og tók þátt í því sem hópurinn kallaði „kristna vakt“ í Luton þegar atvikið átti sér stað.Eitt myndabandanna sem Trump áframtísti í morgun. Það á að sýna múg múslima hrinda unglingsdreng fram af húsi og berja til dauða. Sannleikisgildi þess er óstaðfest.SkjáskotWashington Post segir að samtökin hafi áður birt misvísandi myndbönd. Talsmenn Hvíta hússins hafi ekki viljað tjá sig um tíst forsetans þegar eftir því var leitað. Fransen tók stuðningi Trump hins vegar fagnandi enda ná samtök hennar til mun færra fólks á Twitter en Bandaríkjaforseti. „Donald Trump sjálfur hefur áframtíst þessum myndböndum og hefur um það bil 44 milljónir fylgjenda! Guð blessi þig, Trump! Guð blessi Bandaríkin!“ tísti Fransen í morgun.Britain First hefur áður deilt misvísandi myndböndum gegn múslimum.SkjáskotAðrir eru ekki eins hrifnir, þar á meðal Brendan Cox, eiginmaður bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt í aðdraganda Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Vitni sögðu að morðingi hennar hefði hrópað „Bretland fyrst!“ þegar hann réðist á hana með eggvopni úti á götu. „Trump hefur veitt öfgahægrinu lögmæti í sínu eigin landi, nú er hann að reyna að gera það í okkar. Það hefur afleiðingar að deila hatri og forsetinn ætti að skammast sín,“ tísti Cox.Trump has legitimised the far right in his own country, now he's trying to do it in ours. Spreading hatred has consequences & the President should be ashamed of himself.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) November 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Access Hollywood svarar Trump Forsetinn hefur gefið í skyn að hann telji myndbandið þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, vera falsað. 28. nóvember 2017 17:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna