Skotsilfur Markaðarins: Eigendur Víðis hætta við að selja Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. nóvember 2017 11:00 Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eru nú sagðir hættir við að reyna fá fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og áður stóð til. Er talið að vilji eigendanna, þeirra Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, standi nú til þess að selja einungis verslun Víðis í Skeifunni, en hún er fyrsta verslunin sem þau opnuðu árið 2011. Auk verslunarinnar í Skeifunni starfrækir Víðir verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartún og á Garðatorgi í Garðabæ.Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa.Ólafur til BBA Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa. Hóf Ólafur störf hjá lögmannsstofunni fyrr á árinu. Á meðal helstu sérsviða Ólafs eru Evrópuréttur, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur og orkuréttur. Var hann í teymi lögfræðinga stofunnar sem veitti kanadíska stórfyrirtækinu Innergex Renewable Energy lögfræðilega ráðgjöf við kaup fyrirtækisins á Alterra Power, stærsta hluthafa HS Orku, fyrr í haust.Lækka aftur verð Nasdaq á Íslandi tilkynnti í liðinni viku um lækkun á gjaldskrá félagsins, en þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem félagið lækkar verð til viðskiptavina sinna. Leiða má að því líkur að lækkunin sé gerð til þess að bregðast við yfirvofandi samkeppni við Verðbréfamiðstöðina sem hyggst taka til starfa á fyrsta fjórðungi næsta árs. Með stofnun Verðbréfamiðstöðvarinnar verður bundinn endi á einokunarstöðu Nasdaq á markaði með skráningu verðbréfa. Nasdaq, en Guðrún Blöndal er framkvæmdastjóri verðbréfamiðstöðvar félagsins, hagnaðist um 308 milljónir í fyrra og var arðsemi eigin fjár 52 prósent.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Markaðir Skotsilfur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eru nú sagðir hættir við að reyna fá fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og áður stóð til. Er talið að vilji eigendanna, þeirra Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, standi nú til þess að selja einungis verslun Víðis í Skeifunni, en hún er fyrsta verslunin sem þau opnuðu árið 2011. Auk verslunarinnar í Skeifunni starfrækir Víðir verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartún og á Garðatorgi í Garðabæ.Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa.Ólafur til BBA Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa. Hóf Ólafur störf hjá lögmannsstofunni fyrr á árinu. Á meðal helstu sérsviða Ólafs eru Evrópuréttur, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur og orkuréttur. Var hann í teymi lögfræðinga stofunnar sem veitti kanadíska stórfyrirtækinu Innergex Renewable Energy lögfræðilega ráðgjöf við kaup fyrirtækisins á Alterra Power, stærsta hluthafa HS Orku, fyrr í haust.Lækka aftur verð Nasdaq á Íslandi tilkynnti í liðinni viku um lækkun á gjaldskrá félagsins, en þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem félagið lækkar verð til viðskiptavina sinna. Leiða má að því líkur að lækkunin sé gerð til þess að bregðast við yfirvofandi samkeppni við Verðbréfamiðstöðina sem hyggst taka til starfa á fyrsta fjórðungi næsta árs. Með stofnun Verðbréfamiðstöðvarinnar verður bundinn endi á einokunarstöðu Nasdaq á markaði með skráningu verðbréfa. Nasdaq, en Guðrún Blöndal er framkvæmdastjóri verðbréfamiðstöðvar félagsins, hagnaðist um 308 milljónir í fyrra og var arðsemi eigin fjár 52 prósent.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira