Sjáðu eitt ótrúlegasta kast tímabilsins í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 13:45 Wilson var með tvo varnarmenn í sér en náði samt að kasta á samherja. Vísir/Getty Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys. NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys.
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira