Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 22:00 Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira