Jón Axel gældi við þrefalda tvennu: Með 40 framlagspunkta í stórsigri Magnús Ellert Bjarnason skrifar 11. nóvember 2017 12:00 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson-skólanum. Vísir/Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábæran leik með Davidson skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar að lið hans valtaði yfir Charleston Southern, 110-62, í fyrsta leik tímabilsins. Jón, sem er á sínu öðru ári með Davidson háskólanum, var með 40 framlagspunkta í leiknum og gældi við þrefalda tvennu; 24 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frábær frammistaða og nýtt persónulegt met í stigaskori hjá Jóni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Jón og samherjar hans hittu nánast að vild fyrir aftan þriggja stiga línuna í nótt og slógu met Troy háskólans frá 1994 í heppnuðum þriggja stiga skotum í Atlantic 10 háskóladeildinni, eða 26 talsins. Þá tapaði lið Davidson boltanum einungis einu sinni sem er nýtt skólamet. Davidson skólinn er hvað þekktastur fyrir það að þar lék bandaríski bakvörðurinn Steph Curry áður en hann fór í NBA deildina. Curry er tvöfaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og þá hefur hann tvisvar verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Nú er það hins vegar íslenski bakvörðurinn sem er að raða niður körfunum með Davidson-háskólanum. Á fyrsta tímabili sínu með Davidson spilaði Jón 31 af 32 leikjum liðsins, varð fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum og stolnum boltum. Næsti leikur Jóns Axels og félaga í Davidson verður gegn UNC Wilmington aðfaranótt miðvikudags. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábæran leik með Davidson skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar að lið hans valtaði yfir Charleston Southern, 110-62, í fyrsta leik tímabilsins. Jón, sem er á sínu öðru ári með Davidson háskólanum, var með 40 framlagspunkta í leiknum og gældi við þrefalda tvennu; 24 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frábær frammistaða og nýtt persónulegt met í stigaskori hjá Jóni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Jón og samherjar hans hittu nánast að vild fyrir aftan þriggja stiga línuna í nótt og slógu met Troy háskólans frá 1994 í heppnuðum þriggja stiga skotum í Atlantic 10 háskóladeildinni, eða 26 talsins. Þá tapaði lið Davidson boltanum einungis einu sinni sem er nýtt skólamet. Davidson skólinn er hvað þekktastur fyrir það að þar lék bandaríski bakvörðurinn Steph Curry áður en hann fór í NBA deildina. Curry er tvöfaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og þá hefur hann tvisvar verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Nú er það hins vegar íslenski bakvörðurinn sem er að raða niður körfunum með Davidson-háskólanum. Á fyrsta tímabili sínu með Davidson spilaði Jón 31 af 32 leikjum liðsins, varð fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og annar í stoðsendingum og stolnum boltum. Næsti leikur Jóns Axels og félaga í Davidson verður gegn UNC Wilmington aðfaranótt miðvikudags.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira