Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 12:00 Varaformaður Vinstri grænna segir að það séu mjög skiptar skoðanir á viðræðum VG við B og D. Vísir Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Ekki hefur náðst í formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í dag en þeir eiga fund í dag í óformlegum viðræðum um stjórnarsamstarf. Gert er ráð fyrir að formenn flokkanna fundi með flokkum sínum að loknum þeim fundi og er vitað til þess að þingflokkur Vinstri grænna áætli að hittast í fyrramálið til að fara yfir viðræðurnar. Því er ekki gert ráð fyrir því að farið verið á Bessastaði í dag til að sækja formlegt umboð til forseta ef viðræðurnar skila þeim árangri.Vinstri grænir vildu síst tala við Sjálfstæðisflokkinn Í gær skrifaði varaformaður Vinstri grænna færslu á Facebooksíðu flokksins þar sem hann fór yfir stöðuna og ítrekaði að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, væri eingöngu að kanna hvort málefnalegur flötur sé fyrir samstarfi en hugsanlegt samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð innan flokksins, í baklandi hans og grasrót. „Það eru alveg lágmark 50/50 skiptar skoðanir í flokknum yfir höfuð um það hvort við hefðum nokkuð átt að setjast niður með Framsókn og Sjálfstæðisflokk, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokk auðvitað í þessum viðræðum. Það eru skiptar skoðanir um það vissulega,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Hann segir þó mikilvægt að talað sé við alla í þessum viðræðum - jafnvel þá sem flokkurinn vildi síst tala við. Það þurfi þó að verða gríðarlega miklar breytingar eða nýjungar í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum ef þær eigi að ganga upp. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við. Og ég er líka að tala um að við fáum meiri aðkomu að stjórninni, þ.e.a.s. að það verði jafnvel aðrir flokkar sem komi inn í stjórnina, að það verði jafnvel einhver utanþingsráðherra. Að ráðherrar verði samábyrgir í málum eða eitthvað slíkt.“ Edward segir þessi atriði gera samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fýsilegri en þó séu enn varnaglar. „Það er engu að síður mjög erfitt að kyngja því að hafa áfram í ráðherrastólum menn sem eru náttúrulega búnir að gera upp á bak eins og maður segir,“segir Edward Hákon, varaformaður Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að Katrín hafi fullt umboð þingflokksins til að fara í óformlegt samtal við Sjálfstæðisflokkinn. Það verði þó lagt fyrir flokksráð það sem út úr því kemur, ef eitthvað. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur eða aðra formenn flokkanna í morgun enda gert ráð fyrir að þeir séu uppteknir á fundi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Ekki hefur náðst í formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í dag en þeir eiga fund í dag í óformlegum viðræðum um stjórnarsamstarf. Gert er ráð fyrir að formenn flokkanna fundi með flokkum sínum að loknum þeim fundi og er vitað til þess að þingflokkur Vinstri grænna áætli að hittast í fyrramálið til að fara yfir viðræðurnar. Því er ekki gert ráð fyrir því að farið verið á Bessastaði í dag til að sækja formlegt umboð til forseta ef viðræðurnar skila þeim árangri.Vinstri grænir vildu síst tala við Sjálfstæðisflokkinn Í gær skrifaði varaformaður Vinstri grænna færslu á Facebooksíðu flokksins þar sem hann fór yfir stöðuna og ítrekaði að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, væri eingöngu að kanna hvort málefnalegur flötur sé fyrir samstarfi en hugsanlegt samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð innan flokksins, í baklandi hans og grasrót. „Það eru alveg lágmark 50/50 skiptar skoðanir í flokknum yfir höfuð um það hvort við hefðum nokkuð átt að setjast niður með Framsókn og Sjálfstæðisflokk, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokk auðvitað í þessum viðræðum. Það eru skiptar skoðanir um það vissulega,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Hann segir þó mikilvægt að talað sé við alla í þessum viðræðum - jafnvel þá sem flokkurinn vildi síst tala við. Það þurfi þó að verða gríðarlega miklar breytingar eða nýjungar í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum ef þær eigi að ganga upp. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við. Og ég er líka að tala um að við fáum meiri aðkomu að stjórninni, þ.e.a.s. að það verði jafnvel aðrir flokkar sem komi inn í stjórnina, að það verði jafnvel einhver utanþingsráðherra. Að ráðherrar verði samábyrgir í málum eða eitthvað slíkt.“ Edward segir þessi atriði gera samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fýsilegri en þó séu enn varnaglar. „Það er engu að síður mjög erfitt að kyngja því að hafa áfram í ráðherrastólum menn sem eru náttúrulega búnir að gera upp á bak eins og maður segir,“segir Edward Hákon, varaformaður Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að Katrín hafi fullt umboð þingflokksins til að fara í óformlegt samtal við Sjálfstæðisflokkinn. Það verði þó lagt fyrir flokksráð það sem út úr því kemur, ef eitthvað. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur eða aðra formenn flokkanna í morgun enda gert ráð fyrir að þeir séu uppteknir á fundi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17