Áfram Agnes Benedikt Bóas skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Lögfræðingur prests sem hefur verið sakaður um kynferðislegar áreitni í þremur tilvikum ritaði fyndið bréf sem birtist í gær. Ég hló upphátt. Allir vita að lögfræðingar vinna ekki nema að skipun skjólstæðinga sinna og því var þetta mikil gamanlesning. Presturinn var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi eftir að þrjú aðskilin atvik höfðu átt sér stað. Þrjú! Sem sagt, áreitnin var svo mikil hjá prestinum að þrjár konur kvörtuðu undan hegðun hans. Að saka mann um kynferðislega áreitni er aldrei léttvæg ákvörðun. Það er ábyggilega auðveldara að þegja. En þjóðfélagið er að breytast sem betur fer og gamlir perrar eru nú dregnir fram í sviðsljósið. Hollywood hendir perrum út í hafsauga og sænskar konur stigu fram og greindu frá ofbeldi sem þær höfðu þurft að líða. Það er einhver stórkostleg hreyfing í gangi þessa dagana og perrar heimsins sitja nú heima hjá sér skjálfandi. Það var því fyndið að lesa það sem þessi blessaði lögfræðingur sendi. Það var jú brotið á andmælarétti hans og hann fékk ekki að svara fyrir sig. Þá var málið ekki rannsakað til hlítar samkvæmt orðum lögfræðingsins. Og svo var það biskupinn sem lagði hann í einelti og niðurlægði hann. Ég skellti upp úr þegar ég las þetta síðasta. Þrjár hugrakkar konur stíga ekki fram í dagsljósið og saka manninn um kynferðislega áreitni bara af því bara. Þær hafa eitthvað fyrir sér og ef það er eitthvað sem tíðindi undanfarna daga hafa kennt mér þá ætla ég að trúa þeim, en ekki prestinum. Ég held því með Agnesi og segi því Áfram Agnes því þjóðkirkjan þarf ekki svona mann til að predika yfir mannskapnum. Það þarf að predika yfir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Lögfræðingur prests sem hefur verið sakaður um kynferðislegar áreitni í þremur tilvikum ritaði fyndið bréf sem birtist í gær. Ég hló upphátt. Allir vita að lögfræðingar vinna ekki nema að skipun skjólstæðinga sinna og því var þetta mikil gamanlesning. Presturinn var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi eftir að þrjú aðskilin atvik höfðu átt sér stað. Þrjú! Sem sagt, áreitnin var svo mikil hjá prestinum að þrjár konur kvörtuðu undan hegðun hans. Að saka mann um kynferðislega áreitni er aldrei léttvæg ákvörðun. Það er ábyggilega auðveldara að þegja. En þjóðfélagið er að breytast sem betur fer og gamlir perrar eru nú dregnir fram í sviðsljósið. Hollywood hendir perrum út í hafsauga og sænskar konur stigu fram og greindu frá ofbeldi sem þær höfðu þurft að líða. Það er einhver stórkostleg hreyfing í gangi þessa dagana og perrar heimsins sitja nú heima hjá sér skjálfandi. Það var því fyndið að lesa það sem þessi blessaði lögfræðingur sendi. Það var jú brotið á andmælarétti hans og hann fékk ekki að svara fyrir sig. Þá var málið ekki rannsakað til hlítar samkvæmt orðum lögfræðingsins. Og svo var það biskupinn sem lagði hann í einelti og niðurlægði hann. Ég skellti upp úr þegar ég las þetta síðasta. Þrjár hugrakkar konur stíga ekki fram í dagsljósið og saka manninn um kynferðislega áreitni bara af því bara. Þær hafa eitthvað fyrir sér og ef það er eitthvað sem tíðindi undanfarna daga hafa kennt mér þá ætla ég að trúa þeim, en ekki prestinum. Ég held því með Agnesi og segi því Áfram Agnes því þjóðkirkjan þarf ekki svona mann til að predika yfir mannskapnum. Það þarf að predika yfir honum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun