Stjörnurnar vörðu titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Sigurreifar Stjörnustelpur. mynd/stefán þór friðriksson Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári. Fimleikar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári.
Fimleikar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira