McConnel vill að Moore stigi til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 17:47 Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15