Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 10:29 Sessions hefur ekki verið í náðinni hjá Trump eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Sjá meira