Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 10:00 FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira