Íslenska er okkar mál Guðný Steinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar