Íslenska er okkar mál Guðný Steinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 11:00 Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árleg áminning um mikilvægi íslenskunnar er um það bil að knýja dyra - dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt mælikvörðum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur íslenskan verið talin tungumál sem er ekki í áhættu þar sem kynslóðir geta talað saman án örðugleika. Þeir sem umgangast yngri kynslóðirnar í dag sjá þó merki þess að stutt gæti verið í breytingu á því. Einstaklingar sem alast upp á Íslandi í dag tala margir hverjir tvö tungumál, íslensku og ensku fyrir upphaf grunnskólagöngu. Þessa breytingu má m.a. rekja til tækninýjunga eins og við þekkjum öll og teljum við hjá Mjólkursamsölunni mikilvægt að stutt sé við eflingu móðurmálsins. Ræktun máls er lífstíðarverkefni. Mjólkursamsalan hefur lengi lagt sitt af mörkum með því að styðja við íslenska tungu og unnið markvisst að því að efla móðurmálið með ýmsum hætti. Spannar sú saga 23 ár eða frá árinu 1994 þegar Mjólkursamsalan skrifaði fyrst undir samstarfssamning við Íslenska málnefnd. Fyrirtækið hefur þannig sýnt stuðning sinn í verki með því m.a. að setja ljóð, örnefni og íslenskuábendingar á mjólkurumbúðir, með stuðningi við Íslenska málnefnd, að ógleymdu íslenskuljóðinu Á íslensku má alltaf finna svar, sem samið var sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna af Þórarni Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinssonar og sungið svo eftirminnilega af Alexöndru Gunnlaugsdóttur. Í dag 15. nóvember, daginn fyrir sjálfan dag íslenskrar tungu, verður haldið opið málræktarþing á vegum Íslenskrar málnefndar um ritun í skólakerfinu. Málræktarþingið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 15:30. Þar verður farið yfir fjölbreytta sýn á íslenskuna og fá gestir að hlýða á háskólanema og kennara, auk annarra gesta. Frú Eliza Reid, forsetafrú, er meðal þeirra sem taka til máls en í erindi hennar „Á ég þá að mæta í búðingi“ ræðir hún vanda þeirra sem flytja hingað til lands og vilja tala og rita íslensku. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á málræktarþingið og vonum að sem flestir fagni degi íslenskrar tungu. Höfundur er markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar