Körfubolti

Trump vill þakkir frá UCLA-strákunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump kemur sigri hrósandi heim frá Kína.
Trump kemur sigri hrósandi heim frá Kína. vísir/getty
Körfuboltastrákarnir frá UCLA-háskólanum munu ekki dvelja í fangelsi í Kína næstu árin því þeir eru komnir heim og það er líkast til Donald Trump Bandaríkjaforseta að þakka.

Trump tók mál UCLA-drengjanna upp við forseta Kína síðasta föstudag og bað Kínverja um að taka vægt á þeim. Strákarnir voru handteknir eftir að hafa stolið sólgleraugum í Louis Vuitton-búð.

Ekki stórþjófnaður en í Kína er búðarþjófnaður litinn mjög alvarlegum augum og þeir hefðu getað fengið þriggja til tíu ára fangelsisdóm. Þeir áttu að minnsta að kosti að vera í stofufangelsi í 20 daga en af því verður ekki því þeir komu til Bandaríkjanna í gær.

Trump er ekki í nokkrum vafa um að það sé honum að þakka en hann býst ekki við þökkum frá LiAngelo Ball og félögum eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ball-bróðir handtekinn í Kína

LiAngelo Ball, sonur körfuboltapabbans fræga, LaVar Ball, gæti verið á leið í nokkurra ára fangelsi í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×