Bandarískir þingmenn segja frá áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 15:00 Um tuttugu prósent þingmanna á fulltrúadeild þingsins eru konur. Vísir/Getty Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna. Bandaríkin MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fregnir og ásakanir um kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi hafa streymt út í dagsljósið á síðustu misserum. Í fyrstu heyrðust flestar innan skemmtanabransans en fljótt heyrðust þær frá nánast öllum kimum samfélagsins. Hvort sem það var í íþróttum, viðskiptalífsins, stjórnmálum eða alls staðar þar á milli. Áreitni á breska þinginu og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar hafa vakið ugg en nú hafa þrjár bandarískar þingkonur stigið fram og sagt frá áreitni frá karlkyns þingmönnum. AP fréttaveitan ræddi við þrjár fyrrverandi og eina núverandi þingkonu og allar sögðust þær hafa orðið fyrir áreitni, verulega óviðeigandi ummælum þingmanna eða þukli í þingsal. Flest atvikin áttu sér stað þegar þær voru yngri og tiltölulega nýkomnar á þing. Þær tilkynntu atvikin ekki og segjast ekki einu sinni hafa hugmynd um hvert þær hefðu átt að snúa sér til þess að gera það. Þær vildu ekki nafngreina þingmennina sem um ræðir en minnst tveir þeirra eru enn á þingi. Þuklaði á henni á þinggólfinu Linda Sanchez sagði frá því að einn þingmaður hefði spurt hana í vinnunni hvort hún vildi sænga hjá honum. Hann hafi svo hlegið og sagt þetta vera brandara, en gert það fljótt aftur. Hún sagðist hafa reynt að forðast manninn, sem er enn á þingi. Hún hafi einnig varað nýjar þingkonur við honum. Hún lenti einnig í því að annar þingmaður hefði ítrekað litið hana girndarauga og einu sinni þuklað á henni í þingsalnum. Reyndi að ganga þröngan veg Mary Bono þurfti að þola dónaleg og kynferðisleg ummæli þingmanns um langt skeið. Þar til hann gekk að henni í þingsalnum og sagðist hafa verið að hugsa um hana í sturtu. Þá fékk hún nóg og látið hann vita að þetta væri alls ekki við hæfi. „Þetta er karlaheimur. Þetta er enn karlaheimur,“ sagði Bono. „Að daðra ekki og ekki vera tík. Það var reglan mín. Ég reyndi að ganga þann þrönga veg.“ Ekki við hæfi Hilda Solis segist einnig hafa orðið fyrir ítrekaðri áreitni, en hún vildi ekki fara nánar út í það. „Ég held að ég hafi ekki verið sú eina. Ég reyndi að hunsa það og labba í burtu. Auðvitað er þetta móðgandi. Átti ég að vera upp með mér? Nei. Við erum fullorðið fólk og þetta er ekki við hæfi,“ sagði Solis. „Þetta er móðgandi. Jafnvel þó þeir hafi haldið að þeir væru að vera sniðugir. Þetta er ekki sniðugt. Þetta er ekki við hæfi. Ég var samstarfskona þeirra og þeir sá mig ekki sem slíka. Það er vandamál.“ Vill breytingar Jackie Speier steig nýverið fram og sagði nýverið frá því að á hennar yngri árum, þegar hún var starfsmaður þingsins en ekki þingkona, hafi aðstoðarmaður þingmanns þröngvað kossi á hana. Hún ætlar sér að stofna sérstaka starfsdeild innan þingsins þar sem konur geta kvartað yfir kynferðislegri áreitni. Konur eru einungis um fimmtungur meðlima fulltrúadeildar þingsins. Árið 1992 voru konur tíu prósent þingmanna.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira